Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 13. apríl 2021 12:03
Elvar Geir Magnússon
Íþróttirnar aftur af stað (Staðfest)
Hliðin hafa verið opnuð.
Hliðin hafa verið opnuð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íþróttaæfingar og keppni barna og fullorðinna fara aftur í gang á fimmtudaginn, þegar nýjar tilslakanir á sóttvarnareglum taka gildi. Þetta var staðfest eftir fund ríkisstjórnarinnar rétt í þessu.

Íþróttir eru heimilar fyrir alla, bæði börn og fullorðna.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir reglugerðina í fullu samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og samhljómur ríki í ríkisstjórninni.

Svandís segir að aðgerðirnar taki gildi strax aðfaranótt fimmtudags og gildi í þrjár vikur.

Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar opna aftur, með 50% leyfilegs fjölda.

Líklegt er að þær hömlur sem hafa verið muni hafa áhrif á upphaf Pepsi Max-deildarinnar sem átti að fara af stað í næstu viku. Mögulegt er að upphaf mótsins frestist þar til í byrjun næsta mánaðar.
Athugasemdir
banner
banner