Zubimendi nálgast Arsenal - Man Utd gæti skipt Höjlund út fyrir Lookman - Tottenham vill Rashford
   sun 13. apríl 2025 13:27
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu markið: Salah fagnar nýjum samningi með glæsilegri stoðsendingu
Díaz skoraði eftir stoðsendingu Salah
Díaz skoraði eftir stoðsendingu Salah
Mynd: EPA
Luis Díaz var rétt í þessu að koma Liverpool í 1-0 gegn West Ham á Anfield og var það egypski sóknarmaðurinn Mohamed Salah sem lagði það upp með glæsilegri stoðsendingu.

Salah skrifaði undir tveggja ára samning við Liverpool á dögunum eftir miklar vangaveltur um framtíð hans.

Egyptinn hefur verið kaldur í síðustu leikjum en nú þegar samningamálin eru frá virðist hann kominn aftur í sitt besta form.

Hann fékk langa sendingu út á hægri vængnum og náði að leika á Oliver Scarles áður en hann átti hárnákvæma utanfótarsendingu á fjær á Díaz sem gat ekki annað en skorað.

Átjánda stoðsending Salah í deildinni og hefur hann nú komið að 45 mörkum í deildinni á tímabilinu. Frábær leið til að fagna nýjum samningi, en markið má sjá hér fyrir neðan.

Sjáðu markið hjá Díaz
Athugasemdir