Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 13. maí 2021 15:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Antonio Valencia leggur skóna á hilluna
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Antonio Valencia tilkynnti í gær að hann væri búinn að leggja skóna á hilluna og komið væri að næsta skrefi í hans lífi.

Valencia er fyrrum leikmaður Manchester United. Hann var fyrirliði liðsins sem og ekvadorska landsliðsins.

Hann spilaði lengstum á hægri kantinum en í hægri bakverði í seinni tíð. Antonio er 35 ára gamall og lék síðast með Querétaro í Mexíkó. Hann yfirgaf herbúðir Manchester United árið 2019 og hélt til LDU Quito í heimalandinu.

Á ferlinum lék hann með El Nacional, Villarreal, Recreativo, Wigan, Manchester United, LDU Quito, Queretaro og landsliðinu. Hann lék ríflega 330 leiki með United og skoraði 25 mörk. Hann kom til félagsins árið 2009 frá Wigan. Alls lék hann 325 úrvalsdeildarleiki sem er met fyrir leikmann frá Suður-Ameríku.

Hann lékk 99 landsleiki og skoraði í þeim ellefu mörk. Hann var bæði fyrirliði United (árið 2018) og landsliðsins (2013) undir lok ferilsins. Hann varð tvisvar Englandsmeistari hjá United, vann Evrópudeildina og var í tvígang valinn leikmaður ársins af leikmönnum United.

Með frétinni fylgja nokkrar myndir af Valencia.




Athugasemdir
banner
banner