Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 13. maí 2022 14:30
Elvar Geir Magnússon
Óvissa með Kante fyrir bikarúrslitaleikinn - Kovacic ekki útilokaður
N'Golo Kante.
N'Golo Kante.
Mynd: EPA
Chelsea mætir Liverpool á morgun klukkan 15:45 í úrslitaleik enska FA-bikarsins. Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, segir óvíst hvort miðjumaðurinn N'Golo Kante geti tekið þátt í leiknum.

„Hann er að vinna í því að vera leikfær. Hann var með á æfingu í gær og vonandi kom ekkert bakslag. Æfingin var styttri vegna ferðalags og þreytu svo ákefðin var ekki mikil," segir Tuchel.

„Við munum láta reyna betur á hann í dag. Hann vonast eftir því að vera klár."

Miðjumaðurinn Mateo Kovacic er meiddur en Tuchel vildi þó ekki útiloka mögulega þátttöku hans.

„Það eru nokkuð óvæntar fréttir að við erum í þeirri stöðu að geta látið reyna aðeins á hann í dag. Mateo heldur enn í vonina um að geta verið með," segir Tuchel.

Hvort mun Romelu Lukaku eða Kai Havertz byrja leikinn?

„Þeir eru báðir leikfærir en það er mjög líklegt að annar af þeim byrji. Romelu spilaði nýlega og skoraði en lokaákvörðun verður tekin á morgun," segir Tuchel.
Athugasemdir
banner
banner