Liverpool mun ekki selja Chiesa - Völdu Onana fram yfir Ortega - Arsenal líklegasti áfangastaður Stiller - Real Madrid horfir til Bayern
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
   fim 13. júní 2019 22:16
Þórhallur Valur Benónýsson
Jón Þórir: Þeir eru hættulegir
Jón Þórir Sveinsson, þjálfari karlaliðs Fram.
Jón Þórir Sveinsson, þjálfari karlaliðs Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þórir Sveinsson, þjálfari karlaliðs Fram var vonsvikinn eftir naumt tap gegn Gróttu í kvöld. Hann sagðist óviss um hvort að tvö mörk Gróttu hefðu átt að standa.

„Ég held að jöfnunarmarkið hafi aldrei verið mark. Boltinn fór líklega aldrei yfir línuna en dómarinn dæmdi það mark og svo náðu þeir að skora þarna. Þeir hengdu langa bolta fram enda með sterkan mann frammi þegar Pétur kom inn á og þeir náðu að hirða rebound og skora."

Lestu um leikinn: Fram 2 -  3 Grótta

Fram klúðraði mörgum góðum færum í leiknum og voru óheppnir að nýta ekki einhver þeirra.

„Á fyrstu 88 mínútunum hefðum við átt að vera löngu búnir að gera út um leikinn. Stundum fellur þetta ekki, við vissum að þeir myndu gefa færi á sér. Við pressuðum á þá og áttum urmull af færum, þar á meðal einhver þrjú eða fjögur skot í stöng eða slá."

Fram virtist leggja upp í leikinn með þá stefnu að leyfa Gróttu að spila stutt úr vörninni og pressa þá hratt.

„Við vitum að þeir vilja spila honum og við erum ágætir í að pressa en þeir spiluðu sig líka stundum út úr því og þá eru þeir hættulegir. Þeir eru flott ungt lið og eru að reyna að spila fótbolta. Manni finnst það bara aðdáunarvert."
Athugasemdir
banner
banner