Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
banner
   mán 13. júní 2022 22:04
Arnar Laufdal Arnarsson
Andri Lucas: Enginn Guardiola bolti sem við erum komnir í
„Ég er alltaf klár í að hlaupa út um allt og vinna skallabolta
Andri að fagna fyrra marki Íslands ásamt liðsfélugum sínum
Andri að fagna fyrra marki Íslands ásamt liðsfélugum sínum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hinn ungi Andri Lucas Guðjohnsen framherji íslenska landsliðsins var í byrjunarliðinu í kvöld gegn Ísrael en liðin gerðu 2-2 jafntefli á Laugardalsvelli í kvöld í Þjóðardeildinni.

Þetta er annar leikurinn í röð gegn Ísrael þar sem Ísland er 2-1 yfir en missa leikinn niður í 2-2 jafntefli, hlýtur að vera virkilega svekkjandi?

"Já auðvitað er það svekkjandi, sérstaklega þegar við erum í bæði skiptin 2-1 yfir og manni líður eins og maður sé að fara vinna leikinn en svona er boltinn, það er bara upp með hausinn" Sagði Andri í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Ísrael

Hvernig metur Andri landsleikjagluggan hingað til hjá sjálfum sér?

"Bara ágætlega, ég er búinn að lenda í svona litlum meiðslum getur maður sagt, var smá tæpur fyrir leikinn þegar ég skoraði gegn Lichteinstein svo gegn Spáni og Finnlandi þá var ég líka smá tæpur í hnénu en núna hefur líkaminn verið í fínu standi og ég er bara ágætlega sáttur með þetta allt saman"

Undirrituðum finnst Andri oft vera einn í einskismannslandi einn frammi í þessum leikjum hjá Íslandi og ekki með mikla þjónustu frá samherjum sínum, hvernig horfir þetta við Andra sjálfum?

"Já svona er þetta, þetta er enginn ´Guardiola´ bolti sem við erum komnir í, ekki ennþá. Ég er samt alltaf klár að fara upp í alla skallabolta og taka þessa skítavinnu á mig sko en það er samt alltaf heiður að spila fyrir íslenska landsliðið sama hvort maður þurfi að hlaupa út um allt og vinna skallabolta eða spila Tiki Taka"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Andri ræðir t.d. tíma sinn hjá Real Madrid og U-21 landslið okkar Íslendinga.
Athugasemdir
banner