Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   mán 13. júní 2022 22:04
Arnar Laufdal Arnarsson
Andri Lucas: Enginn Guardiola bolti sem við erum komnir í
„Ég er alltaf klár í að hlaupa út um allt og vinna skallabolta
Andri að fagna fyrra marki Íslands ásamt liðsfélugum sínum
Andri að fagna fyrra marki Íslands ásamt liðsfélugum sínum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hinn ungi Andri Lucas Guðjohnsen framherji íslenska landsliðsins var í byrjunarliðinu í kvöld gegn Ísrael en liðin gerðu 2-2 jafntefli á Laugardalsvelli í kvöld í Þjóðardeildinni.

Þetta er annar leikurinn í röð gegn Ísrael þar sem Ísland er 2-1 yfir en missa leikinn niður í 2-2 jafntefli, hlýtur að vera virkilega svekkjandi?

"Já auðvitað er það svekkjandi, sérstaklega þegar við erum í bæði skiptin 2-1 yfir og manni líður eins og maður sé að fara vinna leikinn en svona er boltinn, það er bara upp með hausinn" Sagði Andri í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Ísrael

Hvernig metur Andri landsleikjagluggan hingað til hjá sjálfum sér?

"Bara ágætlega, ég er búinn að lenda í svona litlum meiðslum getur maður sagt, var smá tæpur fyrir leikinn þegar ég skoraði gegn Lichteinstein svo gegn Spáni og Finnlandi þá var ég líka smá tæpur í hnénu en núna hefur líkaminn verið í fínu standi og ég er bara ágætlega sáttur með þetta allt saman"

Undirrituðum finnst Andri oft vera einn í einskismannslandi einn frammi í þessum leikjum hjá Íslandi og ekki með mikla þjónustu frá samherjum sínum, hvernig horfir þetta við Andra sjálfum?

"Já svona er þetta, þetta er enginn ´Guardiola´ bolti sem við erum komnir í, ekki ennþá. Ég er samt alltaf klár að fara upp í alla skallabolta og taka þessa skítavinnu á mig sko en það er samt alltaf heiður að spila fyrir íslenska landsliðið sama hvort maður þurfi að hlaupa út um allt og vinna skallabolta eða spila Tiki Taka"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Andri ræðir t.d. tíma sinn hjá Real Madrid og U-21 landslið okkar Íslendinga.
Athugasemdir
banner