Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   mán 13. júní 2022 22:04
Arnar Laufdal Arnarsson
Andri Lucas: Enginn Guardiola bolti sem við erum komnir í
„Ég er alltaf klár í að hlaupa út um allt og vinna skallabolta
Andri að fagna fyrra marki Íslands ásamt liðsfélugum sínum
Andri að fagna fyrra marki Íslands ásamt liðsfélugum sínum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hinn ungi Andri Lucas Guðjohnsen framherji íslenska landsliðsins var í byrjunarliðinu í kvöld gegn Ísrael en liðin gerðu 2-2 jafntefli á Laugardalsvelli í kvöld í Þjóðardeildinni.

Þetta er annar leikurinn í röð gegn Ísrael þar sem Ísland er 2-1 yfir en missa leikinn niður í 2-2 jafntefli, hlýtur að vera virkilega svekkjandi?

"Já auðvitað er það svekkjandi, sérstaklega þegar við erum í bæði skiptin 2-1 yfir og manni líður eins og maður sé að fara vinna leikinn en svona er boltinn, það er bara upp með hausinn" Sagði Andri í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Ísrael

Hvernig metur Andri landsleikjagluggan hingað til hjá sjálfum sér?

"Bara ágætlega, ég er búinn að lenda í svona litlum meiðslum getur maður sagt, var smá tæpur fyrir leikinn þegar ég skoraði gegn Lichteinstein svo gegn Spáni og Finnlandi þá var ég líka smá tæpur í hnénu en núna hefur líkaminn verið í fínu standi og ég er bara ágætlega sáttur með þetta allt saman"

Undirrituðum finnst Andri oft vera einn í einskismannslandi einn frammi í þessum leikjum hjá Íslandi og ekki með mikla þjónustu frá samherjum sínum, hvernig horfir þetta við Andra sjálfum?

"Já svona er þetta, þetta er enginn ´Guardiola´ bolti sem við erum komnir í, ekki ennþá. Ég er samt alltaf klár að fara upp í alla skallabolta og taka þessa skítavinnu á mig sko en það er samt alltaf heiður að spila fyrir íslenska landsliðið sama hvort maður þurfi að hlaupa út um allt og vinna skallabolta eða spila Tiki Taka"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Andri ræðir t.d. tíma sinn hjá Real Madrid og U-21 landslið okkar Íslendinga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner