Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
   mán 13. júní 2022 22:04
Arnar Laufdal Arnarsson
Andri Lucas: Enginn Guardiola bolti sem við erum komnir í
„Ég er alltaf klár í að hlaupa út um allt og vinna skallabolta
Andri að fagna fyrra marki Íslands ásamt liðsfélugum sínum
Andri að fagna fyrra marki Íslands ásamt liðsfélugum sínum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hinn ungi Andri Lucas Guðjohnsen framherji íslenska landsliðsins var í byrjunarliðinu í kvöld gegn Ísrael en liðin gerðu 2-2 jafntefli á Laugardalsvelli í kvöld í Þjóðardeildinni.

Þetta er annar leikurinn í röð gegn Ísrael þar sem Ísland er 2-1 yfir en missa leikinn niður í 2-2 jafntefli, hlýtur að vera virkilega svekkjandi?

"Já auðvitað er það svekkjandi, sérstaklega þegar við erum í bæði skiptin 2-1 yfir og manni líður eins og maður sé að fara vinna leikinn en svona er boltinn, það er bara upp með hausinn" Sagði Andri í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Ísrael

Hvernig metur Andri landsleikjagluggan hingað til hjá sjálfum sér?

"Bara ágætlega, ég er búinn að lenda í svona litlum meiðslum getur maður sagt, var smá tæpur fyrir leikinn þegar ég skoraði gegn Lichteinstein svo gegn Spáni og Finnlandi þá var ég líka smá tæpur í hnénu en núna hefur líkaminn verið í fínu standi og ég er bara ágætlega sáttur með þetta allt saman"

Undirrituðum finnst Andri oft vera einn í einskismannslandi einn frammi í þessum leikjum hjá Íslandi og ekki með mikla þjónustu frá samherjum sínum, hvernig horfir þetta við Andra sjálfum?

"Já svona er þetta, þetta er enginn ´Guardiola´ bolti sem við erum komnir í, ekki ennþá. Ég er samt alltaf klár að fara upp í alla skallabolta og taka þessa skítavinnu á mig sko en það er samt alltaf heiður að spila fyrir íslenska landsliðið sama hvort maður þurfi að hlaupa út um allt og vinna skallabolta eða spila Tiki Taka"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Andri ræðir t.d. tíma sinn hjá Real Madrid og U-21 landslið okkar Íslendinga.
Athugasemdir
banner