Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   mán 13. júní 2022 22:04
Arnar Laufdal Arnarsson
Andri Lucas: Enginn Guardiola bolti sem við erum komnir í
„Ég er alltaf klár í að hlaupa út um allt og vinna skallabolta
Andri að fagna fyrra marki Íslands ásamt liðsfélugum sínum
Andri að fagna fyrra marki Íslands ásamt liðsfélugum sínum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hinn ungi Andri Lucas Guðjohnsen framherji íslenska landsliðsins var í byrjunarliðinu í kvöld gegn Ísrael en liðin gerðu 2-2 jafntefli á Laugardalsvelli í kvöld í Þjóðardeildinni.

Þetta er annar leikurinn í röð gegn Ísrael þar sem Ísland er 2-1 yfir en missa leikinn niður í 2-2 jafntefli, hlýtur að vera virkilega svekkjandi?

"Já auðvitað er það svekkjandi, sérstaklega þegar við erum í bæði skiptin 2-1 yfir og manni líður eins og maður sé að fara vinna leikinn en svona er boltinn, það er bara upp með hausinn" Sagði Andri í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Ísrael

Hvernig metur Andri landsleikjagluggan hingað til hjá sjálfum sér?

"Bara ágætlega, ég er búinn að lenda í svona litlum meiðslum getur maður sagt, var smá tæpur fyrir leikinn þegar ég skoraði gegn Lichteinstein svo gegn Spáni og Finnlandi þá var ég líka smá tæpur í hnénu en núna hefur líkaminn verið í fínu standi og ég er bara ágætlega sáttur með þetta allt saman"

Undirrituðum finnst Andri oft vera einn í einskismannslandi einn frammi í þessum leikjum hjá Íslandi og ekki með mikla þjónustu frá samherjum sínum, hvernig horfir þetta við Andra sjálfum?

"Já svona er þetta, þetta er enginn ´Guardiola´ bolti sem við erum komnir í, ekki ennþá. Ég er samt alltaf klár að fara upp í alla skallabolta og taka þessa skítavinnu á mig sko en það er samt alltaf heiður að spila fyrir íslenska landsliðið sama hvort maður þurfi að hlaupa út um allt og vinna skallabolta eða spila Tiki Taka"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Andri ræðir t.d. tíma sinn hjá Real Madrid og U-21 landslið okkar Íslendinga.
Athugasemdir
banner
banner