Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 13. júní 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrsta tapið heima í tæp fimm ár - „Þessi úrslit koma á óvart"
Kormákur/Hvöt tapar yfirleitt ekki á heimavelli.
Kormákur/Hvöt tapar yfirleitt ekki á heimavelli.
Mynd: Aðdáendasíða Kormáks
Kormákur/Hvöt tapaði 1-2 á heimavelli gegn KFS fyrr í 3. deildinni fyrr í þessum mánuði.

Það er ekki oft sem Kormákur/Hvöt tapar á heimavelli eins og rætt var um í Ástríðunni á dögunum.

„Ég held að þeir hafi tapað síðast heima í deildarleik árið 2019... þetta eru einhverjir 23, 24 leikir án taps," sagði Sverrir Mar Smárason.

„KFS kom þarna í heimsókn og fór með 1-2 sigur... þessi úrslit koma á óvart."

„Þetta er ekkert stórkostlegt lið sem fer þarna, þetta er langt frá því að vera þeirra besta lið sem er að spila þennan leik og þeir taka sigur sem engu öðru liði hefur tekist í einhver 3-4 ár. Þetta er fáránlega sterkur sigur hjá KFS og getur gefið þeim mikið," sagði Gylfi Tryggvason.

Raunin er sú að Kormákur/Hvöt hafði ekki tapað deildarleik á heimavelli í fimm ár áður en í þennan leik var komið, þeir höfðu farið í gegnum 26 leiki í röð án taps.

Kormákur/Hvöt hefur leikið í 4. deild undanfarin ár en núna er liðið komið upp í 3. deild og er svo sannarlega munur þar á.


Ástríðan - 5. umferð - ÍH og Reynir S. einu stigalausu liðin
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner