West Ham í viðræðum um Kante - Tottenham hefur áhuga á miðjumanni Man Utd - Fulham vill Andre
   fim 13. júní 2024 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Mikilvægir sigrar hjá Ólafsvík og Austfirðingum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Það fóru þrír leikir fram í 2. deild karla í kvöld þar sem Víkingur Ólafsvík lagði Hauka auðveldlega að velli í Hafnarfirði á meðan KFA vann Austurlandsslag gegn Hetti/Hugin.

Luke Williams, Daniel Arnaud Ndi og Luis Romero Jorge skoruðu mörk Ólsara í 0-3 sigri gegn Haukum.

Víkingar eru í öðru sæti deildarinnar eftir þennan sigur, með 15 stig eftir 7 umferðir. Haukar eru aðeins komnir með 8 stig.

Austurlandsslagurinn var æsispennandi þar sem heimamenn á Egilsstöðum tóku forystuna í tvígang í fyrri hálfleik þökk sé tvennu frá Martim Cardoso, en Eiður Orri Ragnarsson skoraði fyrir KFA inn á milli marka Martim.

Staðan var 2-1 í leikhlé og mættu gestirnir úr Fjarðabyggð grimmir til leiks í síðari hálfleik.

Marteinn Már Sverrisson og Eiður Orri létu til sín taka á upphafsmínútunum eftir leikhlé og sneru stöðunni við með þremur mörkum á níu mínútna kafla. Marteinn og Eiður voru þar með komnir með sitthvora tvennuna og staðan orðin 2-4 fyrir KFA.

Heimamenn voru þó ekki á því að gefast upp þar sem Bjarki Fannar Helgason var snöggur að minnka muninn aftur niður í eitt mark.

Síðasti hálftími leiksins var gríðarlega spennandi þar sem KFA gerði vel að halda eins marks forystu til leiksloka. Lokatölur urðu 3-4 og er KFA komið upp í þriðja sæti deildarinnar - með 13 stig eftir 7 umferðir.

Höttur/Huginn situr eftir í sjöunda sæti með 9 stig.

Að lokum vann Þróttur Vogum nágrannaslag gegn Reynismönnum í Sandgerði.

Jóhann Þór Arnarsson, sem lék með Keflavík í fyrra, skoraði bæði mörk Þróttara í 0-2 sigri.

Þróttur er með 10 stig eftir sigurinn en Reynir situr eftir í fallbaráttunni með 4 stig.

Haukar 0 - 3 Víkingur Ó.
0-1 Luke Williams ('26 )
0-2 Daniel Arnaud Ndi ('44 )
0-3 Luis Romero Jorge ('66 )

Höttur/Huginn 3 - 4 KFA
1-0 Martim Fortuna Soares Sequeira Cardoso ('23 )
1-1 Eiður Orri Ragnarsson ('39 )
2-1 Martim Fortuna Soares Sequeira Cardoso ('45 )
2-2 Marteinn Már Sverrisson ('49 )
2-3 Eiður Orri Ragnarsson ('51 )
2-4 Marteinn Már Sverrisson ('58 )
3-4 Bjarki Fannar Helgason ('64 )

Reynir S. 0 - 2 Þróttur V.
0-1 Jóhann Þór Arnarsson ('10 )
0-2 Jóhann Þór Arnarsson ('38 )
Rautt spjald: Alberto Sánchez Montilla, Reynir S. ('80)
Athugasemdir
banner
banner