Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   fim 13. júní 2024 10:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Romano tístir um Ísak - Verður áfram í Düsseldorf
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fortuna Düsseldorf er búið að virkja ákvæði í lánssamningi sínum við FC Kaupmannahöfn og ætlar að kaupa Ísak Bergmann Jóhannesson.

Frá þessu greinir sjálfur Fabrizio Romano.

Kaupverðið er um 2 milljónir evra. Ísak var á láni hjá Düsseldorf á nýliðnu tímabili og spilaði þar vel fyrir liðið sem var býsna nálægt því að komast upp.

Ísak verður þá samningsbundinn Düsseldorf til ársins 2029 en honum leið afskaplega vel hjá félaginu.

„Fortuna er að gera allt til að virkja klásúluna sem rennur út eftir nokkra daga. Stuðningsmenn er að setja smá pressu á stjórnina. Ef það gerist ekki þá er ég orðinn leikmaður FCK aftur. Mig langar að vera áfram í Fortuna, mér líður ótrúlega vel í Þýskalandi og stóð mig vel. En þetta er ekki í mínum höndum," sagði Ísak við Fótbolta.net á dögunum.


Athugasemdir
banner
banner