Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 13. júlí 2020 18:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man City stórhuga eftir að dómur lá fyrir
Kalidou Koulibaly.
Kalidou Koulibaly.
Mynd: Getty Images
Ben Chilwell.
Ben Chilwell.
Mynd: Getty Images
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: Getty Images
Manchester City mun sleppa við tveggja ára bann frá Meistaradeildinni en þetta staðfesti íþróttadómstóll Evrópu í morgun.

Manchester City var dæmt í bannið í febrúar síðastliðnum fyrir að City hafa falsað skjöl og brotið fjárhagsreglur evrópska knattspyrnusambandsins. Forráðamenn City voru afar ósáttir við dóminn og ákváðu að áfrýja til íþróttadómstólsins sem komst að þeirri niðurstöðu að bannið eigi ekki að standa.

Manchester City fékk upphaflega sekt upp á 27 milljónir punda vegna málsins en íþróttadómstóllinn hefur einnig lækkað sektina niður í 8,9 milljónir punda.

Þetta þýðir að Manchester City verður með í Meistaradeildinni næsta vetur en þetta breytir landslaginu hjá félaginu töluvert. Óttast var að stjörnuleikmenn gætu farið frá félaginu í sumar ef að bannið myndi standa.

Það er hins vegar ekki að fara að gerast neitt núna og fjallar Telegraph um það að City hafi fengið byr undir báða vængi í morgun þegar dómnum var breytt. Í grein þeirra segir að City gæti keypt allt að fimm leikmenn í sumar og að Pep Guardiola vilji að minnsta kosti fá þrjá nýja menn.

Guardiola vill fá miðvörð, vinstri bakvörð og kantmann í stað Leroy Sane sem er að fara til Bayern München. City gæti líka reynt að fá annan sóknarmann, leikmann á miðsvæðið eða hægri bakvörð.

Talið er að það hefði kostað Man City allt að 200 milljónir punda að missa af Meistaradeildinni í tvö ár.

City tókst ekki að fá inn miðvörð í stað Vincent Kompany síðasta sumar. Í sumar ætlar félagið sér að reyna að fá Kalidou Koulibaly, miðvörð frá Napoli sem metinn er á 75 milljónir punda. Koulibaly er 29 ára en Guardiola er mjög hrifinn af honum. City hefur skoðað marga miðverði en Koulibaly er efstur á óskalistanum.

City gæti jafnvel reynt að fá tvo miðverði ef svo færi að John Stones og Nicolas Otamendi færu frá félaginu. Guardiola hefur sagt að hann ætli að ræða við Stones um framhaldið að tímabilinu loknu. Jan Vertonghen gæti verið skammtímalausn í miðvörðinn en samningur hans er að renna út hjá Tottenham. Vertonghen er 33 ára gamall.

Spænski knattspyrnustjórinn er pirraður á Benjamin Mendy, sem er mikið í meiðslum og gjarn á einbeitingarleysi, og lítur Guardiola á Oleksandr Zinchenko sem varamann. Ben Chilwell, bakvörður Leicester, er ofarlega á óskalista City en hann hefur einnig verið sterklega orðaður við Chelsea.

Jack Grealish, miðjumaður Aston Villa, og Saul Niguez, miðjumaður Atletico Madrid, eiga sína aðdáendur innan herbúða Man City en óljóst er hversu staðfestur áhugi félagsins á þeim er.

City-menn virðast stórhuga í kjölfarið á dómnum í morgun, en grein Telegraph má í heild sinni lesa hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner