Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 13. júlí 2021 11:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Einhver best dæmdi stórleikur sem ég man eftir"
Frábær dómari.
Frábær dómari.
Mynd: EPA
Björn Kuipers, dómari, átti stórleik þegar hann dæmdi úrslitaleik Evrópumótsins á sunnudagskvöld.

Hollendingurinn sýndi það og sannaði að hann er einn besti dómari í heimi. Hann leyfði leiknum að fljóta vel.

„Hann bjargaði þessum leik, held ég. Hann á stóran þátt í því að þessi leikur var skemmtilegur," sagði Tómas Þór Þórðarson í hlaðvarpsþættinum EM alls staðar.

„Ef þú missir þig í flautunni, þá er þessi leikur ónýtur," sagði Tómas jafnframt.

„Það var gott flæði og þetta var skemmtilegt," sagði Benedikt Bóas Hinriksson.

„Þetta var einhver best dæmdi leikur stórleikur sem ég man eftir í langan tíma," sagði Tómas en dómgæslan á Evrópumótinu var stórkostleg.

Hægt er að hlusta á allan þáttinn hér að neðan.
EM alls staðar - Ítalía tók fótboltann með sér
Athugasemdir
banner
banner