Slúðurpakki dagsins er kominn í hús. Newcastle hefur enn áhuga á Dominic Calvert-Lewin, Napoli hefur áfram áhuga á Romelu Lukaku og Mario Balotelli orðaður við Corinthians.
Newcastle er að undirbúa nýtt tilboð í Dominic Calvert-Lewin, 27, framherja Everton en fyrri viðræður milli félagana sigldu í strand. (Football Insider)
Napoli hefur enn áhuga á Romelu Lukaku, 31, framherja Chelsea. (Sky Sports)
Mario Balotelli, 33, er í viðræðum við Corinthians um að ganga til liðs við félagið á frjálsri sölu. (ESPN)
Barcelona er nálægt því að vera í nógu góðri fjárhagslegri stöðu til að eltast við Nico Williams, 22, vængmann Athletic Bilbao en Javier Tebas, forseti deildarinnar segir frá þessu. (Sport)
Arsenal er nálægt því að ganga frá kaupum á Riccardo Calafiori, 22, varnarmanni Bologna. (Football Insider)
Kepa Arrizabalaga, 29, markvörður Chelsea er í viðræðum við Al-Ittihad. (Athletic)
Laurent Blanc, fyrrum stjóri PSG, verður næsti stjóri Al-Ittihad en hann gerir samning sem gildir til 2026. (Fabrizio Romano)
Troy Parrott, 22, framherji Tottenham, er á leið í læknisskoðun hjá AZ Alkmaar. (Football Insider)
Desire Doue, 19, miðjumaður Rennes mun velja á milli Bayern og PSG ef hann ákveður að fara frá franska félaginu í sumar. (Sky í Þýskalandi)
Tottenham hefur einnig áhuga á Doue. (Football.London)
Lyon er nálægt því að næla í Alejandro Gomes Rodriguez, 16, framherja Southampton. (Athletic)
Saul Niguez, 29, hefur samþykkt að ganga til liðs við Sevilla frá Atletico Madrid. (Fabrizio Romano)
Juventus hefur áhuga á Jadon Sancho, 24, vængmanni Man Utd þrátt fyrir að leikmaðurinn hafi náð að sættast við Erik ten Hag. (Tottosport)
United er enn tilbúið að selja Sancho þrátt fyrir að hann sé byrjaður að æfa á nýju með liðinu. (Guardian)
Kieffer Moore, framherji Bournemouth, er á leið til Sheffield United en hann hætti við á síðustu stundu að ganga til liðs við Hull. (Sheffield Star)
Fjölskyldur leikmanna Englands eru í miklum vandræðum að komast til Berlin í tæka tíð fyrir úrslitaleikinn á EM á morgun gegn Spáni þar sem það er boðið upp á alltof fá flug til Þýskalands. (Mail)