Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   lau 13. júlí 2024 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Napoli borgar 40 milljónir fyrir Buongiorno (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Napoli er búið að staðfesta kaup á miðverðinum öfluga Alessandro Buongiorno sem kemur til félagsins fyrir 40 milljónir evra.

Buongiorno kemur úr röðum Torino og þarf Napoli að greiða 35 milljónir fyrir hann, auk 5 milljóna í árangurstengdar aukagreiðslur.

Antonio Conte tók við Napoli í sumar og setti hann kaup á Buongiorno í forgang, en leikmaðurinn getur einnig spilað sem vinstri bakvörður.

Hann er þriðji leikmaðurinn sem Napoli fær í sumar eftir komu Leonardo Spinazzola og Rafa Marín. Það eru því þrír nýir varnarmenn komnir inn á meðan Piotr Zielinski og Diego Demme eru farnir á frjálsri sölu og Alessandro Zanoli var lánaður til Genoa.

Buongiorno er 25 ára gamall og var í landsliðshópi Ítalíu sem datt út í 16-liða úrslitum á EM. Hann á fjóra leiki að baki fyrir A-landsliðið eftir að hafa verið mikilvægur hlekkur upp yngri landsliðin.


Athugasemdir
banner