Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   lau 13. júlí 2024 09:20
Ívan Guðjón Baldursson
Tottenham hafnaði fyrsta tilboði Milan - Reyna við Tammy Abraham
Mynd: EPA
Mynd: EPA
AC Milan er að leggja mikið púður í að styrkja leikmannahópinn sinn fyrir komandi leiktíð og er ítalska stórveldið í viðræðum við Tottenham Hotspur um félagaskipti Emerson Royal.

Milan vill kaupa bakvörðinn öfluga sem er tilbúinn til að skipta um félag í leit að auknum spiltíma. Tottenham ætlar þó ekki að selja Emerson með miklum afslætti og er búið að hafna opnunartilboði Milan í leikmanninn.

Milan bauð 15 milljónir evra en Tottenham er talið vilja meira en 20 milljónir fyrir.

Hinn 25 ára gamli Emerson er búinn að gefa munnlegt samþykki fyrir fimm ára samningi við Milan, en hann á tvö ár eftir af núverandi samningi sínum við Tottenham.

Búist er við að Milan muni leggja fram endurbætt tilboð í Emerson á næstu dögum, en félagið er einnig að reyna við Tammy Abraham framherja AS Roma.

Abraham er sagður vera opinn fyrir því að skipta um félag og reyna fyrir sér með nýju liði.

Milan er í leit að tveimur framherjum í sumar til að berjast við Luka Jovic um byrjunarliðssæti í fremstu víglínu. Álvaro Morata er talinn vera efstur á óskalistanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner