Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
Jökull: Ég er alveg rólegur með alla umræðu um fyrir hvað við stöndum
Davíð Smári: Sálfræði leikþáttur á hliðarlínunni hjá þjálfara annars liðsins
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
Gunnar Heiðar: Missum aðeins fókus í þessum varnarhlutverkum okkar í þeim mómentum
Venni: Ef það er innan seilingar og í augnsýn þá er bjánalegt að stefna ekki á það
Hemmi: Þetta var eins og skotæfing í 90 mínútur
Bjarni Jó: Á bólakafi í fallbaráttu
Gunnar Már: Hræddur þar til hann flautaði leikinn af
Heiðdís: Stolt að vinna bikar eftir barnsburð
Berglind Björg: Skemmtilegra núna heldur en í fyrra
   þri 13. ágúst 2013 13:00
Magnús Már Einarsson
Sölvi Geir: Í samningnum að ég þarf að læra rússnesku
Sölvi Geir Ottesen.
Sölvi Geir Ottesen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það verður fínt að koma og stilla saman strengina fyrir leikina á móti Sviss og Albaníu," segir Sölvi Geir Ottesen landsliðsmaður um vináttuleikinn gegn Færeyjum annað kvöld.

Sölvi Geir samdi á dögunum við Ural í Rússlandi og hann hefur hafið æfingar þar.

,,Það eru búnar að vera erfiðar æfingar sem er fínt. Ég þarf að koma mér í form. Ég er ekki búinn að spila fótbolta mikið en þetta er búið að vera fínt í alla staði."

,,Ég er ekki búinn að spila fótboltaleik síðan í maí þannig að ég er ekki í sérstöku leikformi. Vonandi fæ ég mínútur á móti Færeyjum til að koma mér í smá leikform."


Sölvi Geir spilaði með FC Kaupmannahöfn áður en hann gekk í raðir Ural.

,,Ég held að rússneska deildin sé mun sterkari en danska deildin. Toppliðin í Rússlandi eru mjög öflug og eru með heimsklassa leikmenn innanborðs. Þetta er mjög sterk deild og spennandi fyrir mig að spila á móti svona sterkum leikmönnum."

Sölvi mun setjast á skólabekk á næstunni og læra rússnesku.

,,Ég er með það í samningnum að ég eigi að læra rússnesku en ég veit ekki hvernig það á eftir að fara," sagði Sölvi hlæjandi.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner