Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   lau 13. ágúst 2022 19:42
Ívan Guðjón Baldursson
Ten Hag: Má ekki gera svona mistök í þessum gæðaflokki
Mynd: Getty Images

Hollenski knattspyrnustjórinn Erik ten Hag var vonsvikinn eftir 4-0 tap Manchester United gegn Brentford í dag.


Ten Hag var skýr í máli og sagðist meðal annars þurfa að fá nýja leikmenn inn til að geta skilað árangri.

„Þetta var hrikaleg frammistaða hjá okkur og ég finn sérstaklega mikið til með öllum þeim stuðningsmönnum sem við brugðumst. Það er ekki hægt að vinna fótboltaleiki þegar maður gerir svona mistök. Þetta snýst um að taka ábyrgð þegar maður er inni á vellinum, það má ekki gera svona mistök í þessum gæðaflokki," sagði Ten Hag.

„Leikmenn þurfa að vera tilbúnir til að berjast til hins ýtrasta bæði sem einstaklingar og liðsheild. Við þurfum að gera meiri kröfur til okkar sjálfra og liðsfélaganna því þetta er langt frá því að vera nógu gott hjá okkur.

„Það er augljóst að okkur vantar nýja leikmenn en ég vil ekki hugsa til þess núna. Góðu leikmennirnir sem við erum með hefðu átt að standa sig betur. Ég vonaðist eftir betri byrjun en ég verð að hafa trú á þessu verkefni því ég hef séð góða hluti hérna."

Rauðu djöflarnir eru stigalausir eftir tvær fyrstu umferðir nýs tímabils. Þeir töpuðu heimaleik gegn Brighton í fyrstu umferð og taka á móti gömlu erkifjendunum frá Liverpool í þeirri næstu.


Athugasemdir
banner
banner
banner