„Þetta er bara virkilega svekkjandi. Við misstum leikinn í svolítið mikla vitleysu og enduðum á því að vera bara í "semi murderball", bara fram og til baka, upp og niður. Við hefðum átt að taka meiri stjórn á leiknum og við vorum að leita svolítið snemma að úrslitasendingum. En bara props á Blikana, þeir héldu í sitt skipulag, héldu áfram að spila og voru að leysa úr pressunni okkar bara mjög vel. Bara fullt hrós á þá, þeir sýndu alveg kjark og mér fannst við ekki alveg sýna nógu mikið. Við fengum okkar færi bara eins og þær og bæði lið klúðra þeim. Og því stóð sem stóð í fyrri hálfleik. Bæði lið líka þreytt, búin að vera að ferðast mikið þannig að þetta bara sanngjarnt á báða bóga,'' sagði Ívar Örn Árnason, leikmaður KA, eftir 1-1 jafntefli gegn Breiðabliki í Bestu-deild karla í dag.
Lestu um leikinn: KA 1 - 1 Breiðablik
Það átti sér stað alvöru færaflóð á síðustu mínútu uppbótartímans, þar sem að KA gátu í tvígang tryggt sér sigurinn, en í millitíðinni fengu Blikar gullið tækifæri til að stela stigunum þremur. Hvað í ósköpunum gerist?
„Það er bara eins og ég segi, við missum þetta í vitleysu. Skipulagið fer einhvernveginn út um gluggann. 20 gráður hérna á Akureyri, bullandi sól, menn búnir að vera að ferðast út um alla Evrópu. Svona er þetta bara, vorum manni fleiri og hefðum átt að nýta okkur það en við náum ekki að finna það. Við fengum alveg færin, en bara náum ekki að nýta þau og ég veit það ekki... Þetta var bara skipulagsleysi, það fór einhvernveginn allt í vaskinn og þeir fengu færi, við fengum færi og þetta var bara fram og til baka endalaust. Svosem ekki óskaleikur fyrir hvorugan þjálfarann, þeir vildu báðir að menn myndu aðeins vera í meira skipulagi og ná að hvílast aðeins í pressunni og hvílast í skipulaginu. Það var ekki alveg staðan í dag og því fór sem fór og við í betra hlaupaformi fyrir vikið!''
Ívar hefur verið að glíma við axlarmeiðsli og var ónotaður varamaður í útileiknum gegn Club Brugge, en spilar allan leikinn í dag. Hvernig er heilsan?
„Ég skil það svosem vel. Það var mjög svekkjandi að fá ekki að spila þennan leik, en bara eins og Haddi sagði við mig að hann er þjálfarinn. Hann þarf að hugsa meira en einn leik fram í tímann og ég sýni því bara skilning, þó svo að það hafi verið ógeðslega erfitt að horfa uppá liðið spila þarna fyrir framan tuttugu og eitthvað þúsund manns. Það hefur örugglega verið ótrúleg upplifun, en eins og fyrir mig er það bara þannig að hver dagur skiptir gríðarlega miklu máli. Þetta var bara hvíldin sem ég þarf og finn sáralítið fyrir öxlinni eins og staðan er akkúrat núna, þannig að ég verð bara klár fyrir fimmtudaginn ef að allt gengur upp. Vonandi bólgnar þetta bara ekkert upp,'' sagði Ívar.
KA liðið leikur tvívegis á Laugardalsvelli með stuttu millibili og fær í raun stórkostlega generalprufu fyrir bikarúrslitaleikinn 16. september þegar að liðið mætir Club Brugge fimmtudaginn næstkomandi.
„Þetta er fínt próf. Venjast aðeins vellinum og aðstæðum fyrir bikarúrslitaleikinn. Við líka setjum fókusinn á það að reyna okkur allra besta, að vinna þennan leik. Við vitum að þeir eru að fara að vanmeta okkur eitthvað aðeins, þannig að við ætlum bara að koma vel gíraðir inn í leikinn, reyna að sækja úrslit og vera vel skipulagðir,'' sagði Ívar Örn að lokum.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.