Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 13. september 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gary Neville: Augljóst að Man City vantar miðvörð
Mynd: Getty Images
Gary Neville, knattspyrnusérfræðingur á Sky og fyrrum varnarmaður Manchester United, heldur því fram að Manchester City þurfi að ganga frá kaupum á nýjum miðverði áður en félagaskiptaglugginn lokar.

Neville telur vandamál City liggja í varnarlínunni og býst hann við því að Josep Guardiola gangi frá kaupum á miðverði á næstu vikum.

„Það er augljóst að City vantar miðvörð, þeir verða að bæta vörnina. Liðið hefur verið algjörlega frábært í þrjú ár en núna vantar þá miðvörð fyrir titilbaráttuna," sagði Neville.

„Vörnin var ekki bara verri á síðustu leiktíð heldur voru mikið fleiri lið sem reyndu að hlaupa á hana í stað þess að reyna sendingar. Stjórn City verður að átta sig á því að liðinu sárvantar miðvörð til að verða aftur besta knattspyrnufélag Englands.

„Pep Guardiola verður að finna miðvörð til að gera City samkeppnishæft í baráttunni gegn Liverpool."


City gekk frá kaupum á Nathan Aké fyrr í haust en Neville telur hann ekki vera nóg til að laga vörn City. Aké kostaði rúmlega 40 milljónir punda.

John Stones, Aymeric Laporte og Nicolas Otamendi eru einnig á mála hjá félaginu auk Eric Garcia og Philippe Sandler.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner