Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 13. september 2020 12:40
Ívan Guðjón Baldursson
Höness: Umboðsmaður Alaba er peningasjúkur piranafiskur
Mynd: Getty Images
FC Bayern er í samningsviðræðum við austurríska landsliðsmanninn David Alaba sem er talinn til bestu varnar- og miðjumanna heims.

Alaba er gríðarlega fjölhæfur þar sem hann getur spilað sem miðvörður, vinstri bakvörður, kantur og miðjumaður.

Uli Höness, fyrrum leikmaður, forseti og stjórnandi Bayern sem var hjá félaginu í tæp 50 ár í heildina, hefur tjáð sig um samningsviðræðurnar.

„Það vilja allir halda David hjá félaginu því hann er frábær gaur. Hansi Flick þráir að halda honum," sagði Hoeness.

„Vandinn er að hann er með peningasjúkan piranafisk sem umboðsmann og faðir hans fylgir öllu sem umboðsmaðurinn segir."

Alaba á eitt ár eftir af samningnum við Bayern og hefur Manchester City mikinn áhuga á honum.
Athugasemdir
banner
banner