Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 13. september 2020 11:22
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Sun 
Nadía Sif gaf viðtal: Phil minntist aldrei á barn eða kærustu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Nadía Sif Líndal Gunnarsdóttir er búin að gefa viðtal við The Sun um nóttina umtöluðu þar sem hún og frænka hennar Lára Clausen laumuðust inn á landsliðshótel Englendinga eftir sigur þeirra gegn Íslandi.

Nadía og Lára laumuðust inn til að hitta Mason Greenwood og Phil Foden, sem voru húðskammaðir fyrir að brjóta reglur um sóttkví og sendir heim.

Lára hefur gefið nokkur viðtöl um málið en nú er komið að Nadíu. Báðar virðast þær ánægðar með hegðun knattspyrnustjarnanna sem komu fram eins og sannir herramenn.

Nadía kynntist Greenwood í gegnum stefnumótaforrit eftir landsleikinn gegn Íslandi.

„Mason kyssti mig og þá hitnaði heldur betur í kolunum. Hann er augljóslega ekki jafn feiminn líkamlega og hann er félagslega. Já, það gerðust hlutir, en ég vil ekki kafa ofan í smáatriðin. Hann er í mjög góðu formi og mér líkaði það að hann er hávaxnari en ég," sagði Nadía við The Sun.

Morguninn eftir vöknuðu Nadía og Lára við það að öryggisstarfsfólk enska landsliðsins bankaði á hurðina í leit að ensku ungstirnunum.

Starfsfólk hótelsins sagði við Nadíu að tveimur öðrum stelpum hefði verið hent út eftir tilraun til að hitta enska landsliðsmenn.

Greenwood sagði Nadíu að bóka herbergi fyrir sjálfa sig á Radisson svo hann gæti læðst út og hitt hana. Lára skutlaði frænku sinni Nadíu og það var ekki skipulagt að hún myndi hitta Foden.

„Ég þurfti að googla Mason til að vita hver hann var. Ég sá að hann spilar með United og að hann spilaði með enska landsliðinu gegn Íslandi. Ég sagðist ætla að hitta hann og bókaði herbergi en svo birtist hann með vin sinn í eftirdragi," hélt Nadía áfram.

„Ég vissi ekki hver Phil var og þá spurði Mason mig hvort ég ætti vin sem vildi kíkja líka. Ég svaraði því játandi og hringdi í Láru til að bjóða henni á hótelið."

Landsliðsmennirnir báðu Láru um að kaupa sælgæti handa sér og hámaði Greenwood vegan Trítla í sig.

„Lára var í verslunarmiðstöð svo hún gat keypt sælgætið. Við slökuðum á og spjölluðum, Mason gerði út af við Trítlana með smá hjálp frá Phil. Okkur samdi mjög vel, við vorum í herberginu mínu að spjalla og hlæja saman. Phil var mjög opinn og hress en Mason var feimnari.

„Þeir sögðu að þeim þætti Ísland leiðinlegt land og spurðu hvort það væri almennt eitthvað að gera hérna. Á einum tímapunkti tók Phil upp símann og þóttist taka viðtal við okkur, hann spurði hvernig það væri að búa á Íslandi."


Nadía segir að stelpurnar hafi ekki vitað að landsliðsmennirnir væru í sóttkví og að Foden hafi aldrei minnst á að hann ætti ungt barn.

„Við vissum ekki að þeir væru í sóttkví og þeir nefndu aldrei kórónuveiruna eða spurðu hvort við hefðum farið í skimun. Phil minntist heldur aldrei á barn eða kærustu en við vorum ekki að pæla í því þar sem hann er á okkar aldri.

„Við heyrðum í Phil og Láru skemmta sér í næsta herbergi svo Mason reyndi að hringja í Phil en hann svaraði ekki. Þá fór Mason inn í herbergið til þeirra og tók myndbönd af þeim þegar þau voru að kyssast og með Láru á nærbuxunum einum klæða.

„Þeir sögðu aldrei að við mættum ekki taka neinar myndir. Ég tók samt engar myndir og setti ekkert á samfélagsmiðla."


Það ætlaði allt um koll að keyra þegar mynd af hálfnöktum Foden birtist á Instagram. Lára hafði tekið þessa mynd og fékk skilaboð frá ungstirninu nokkrum dögum síðar þar sem hann var ekki sáttur með þessa hugmynd hennar að birta myndina á samfélagsmiðlum.
Athugasemdir
banner
banner
banner