Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 13. september 2020 16:26
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Svava Rós og Glódís áfram á sigurbraut
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fimm leikir fóru fram í efstu deild sænska kvennaboltans í dag og voru fjórar íslenskar knattspyrnukonur í byrjunarliðum.

Svava Rós Guðmundsdóttir spilaði 83 mínútur er Kristianstad lagði Eskilstuna United að velli með marki frá Hailie Mace á 66. mínútu.

Þetta var þriðji sigurinn í röð hjá lærlingum Elísabetar Gunnarsdóttar hjá Kristianstad og er liðið í þriðja sæti, fjórum stigum fyrir ofan Linköping og fimm stigum eftir Göteborg.

Rosengård er á toppinum og lagði Örebro að velli. Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Rosengård sem er með þriggja stiga forystu á toppnum, með 38 stig eftir 15 umferðir.

Göteborg er í öðru sæti en þar er engan Íslending að finna. Í dag hafði liðið betur á útivelli gegn Djurgården og var Guðrún Arnardóttir í varnarlínu heimamanna.

Djurgården er í neðri hluta deildarinnar, fjórum stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Að lokum var Anna Rakel Pétursdóttir í byrjunarliði Uppsala sem tapaði enn einum leiknum, í þetta sinn gegn fallbaráttuliði Piteå.

Uppsala er á botni deildarinnar með 10 stig eftir 15 umferðir, fjórum stigum frá öruggu sæti.

Kristianstad 1 - 0 Eskilstuna
1-0 H. Mace ('66)

Örebro 0 - 3 Rosengård
0-1 A. Imo ('19)
0-2 A. Anvegard ('70)
0-3 A. Anvegard ('78)

Djurgården 0 - 3 Göteborg
0-1 F. Angeldal ('51)
0-2 E. Koivisto ('77)
0-3 R. Blomqvist ('92)

Piteå 2 - 0 Uppsala
1-0 M. Janogy ('51)
2-0 F. Da Silva ('59)
Athugasemdir
banner
banner