Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 13. september 2021 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Demba Ba leggur skóna á hilluna
Demba Ba var aðalmaðurinn í Newcastle.
Demba Ba var aðalmaðurinn í Newcastle.
Mynd: Getty Images
Demba Ba, fyrrum landsliðsmaður Senegal og markavél Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni, er búinn að leggja skóna á hilluna.

Ba myndaði gífurlega öflugt sóknarpar með nafna sínum Papiss Demba Cisse og röðuðu þeir inn mörkunum fyrir Newcastle, þar til Ba var keyptur til Chelsea.

Hann fann sig ekki í bláu, skipti til Besiktas og lék í Tyrklandi og Kína á síðustu árum ferilsins. Hann spilaði síðast þrjá leiki með Lugano í Sviss fyrr á þessu ári en hefur ákveðið að láta þetta gott heita, 36 ára gamall.

Ba sendi út kveðjuskilaboð á samfélagsmiðlum á ensku, frönsku og tyrknesku þar sem hann þakkaði fyrir sig og tilkynnti að hann væri að leggja skóna á hilluna.


Athugasemdir
banner
banner
banner