Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 13. september 2021 10:47
Elvar Geir Magnússon
Neville: Struijk átti ekki að fá rautt
Pascal Struijk.
Pascal Struijk.
Mynd: Getty Images
Gary Neville segir að Pascal Struijk, varnarmaður Leeds United, hafi ekki átt skilið að fá rauða spjaldið gegn Liverpool.

Harvey Elliott meiddist illa á ökkla eftir baráttu við Struijk um boltann. Struijk fékk að líta rauða spjaldið fyrir tæklinguna.

„Strákurinn er það mikilvægasta í þessu en ég er ekki viss um að þetta sé rautt spjald. Rauða spjaldið er gefið vegna þess að meiðslin voru alvarleg frekar en vegna tæklingarinnar," segir Neville.

„Þetta er ekki gott. Leikmönnunum sem sáu þetta var verulega brugðið og Jurgen Klopp er brjálaður."

Elliott er átján ára gamall og hefur spilað gríðarlega vel fyrir Liverpool. Hann fer í aðgerð í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner