Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   sun 13. október 2019 14:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Undankeppni EM: Þægilegt hjá Belgum í Astana
Kasakstan 0 - 2 Belgía
0-1 Michy Batshuayi ('21 )
0-2 Thomas Meunier ('54 )

Belgía sótti stigin þrjú til Kasakstan í fyrsta leik dagsins í undankeppni EM 2020. Leikurinn var í I-riðli.

Belgía varð í síðustu viku fyrsta liðið til að tryggja sig inn á EM alls staðar næsta sumar.

Romelu Lukaku, markahæsti leikmaður í sögu belgíska landsliðsins, var ekki með í dag og fékk Michy Batshuyai tækifæri í fremstu víglínu. Batshuayi kom Belgum á bragðið með marki á 21. mínútu.

Staðan var 1-0 í hálfleik, en í upphafi seinni hálfleiksins skoraði Thomas Meunier eftir stoðsendingu Eden Hazard, 2-0.

Þar við sat og nokkuð þægilegur sigur Belgíu niðurstaðan í Astana. Belgía hefur unnið alla leiki sína í undankeppninni, Kasakstan er í fjórða sæti riðilsins með sjö stig.
Athugasemdir
banner