Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 13. október 2020 21:32
Magnús Már Einarsson
Arnar Viðars og Davíð Snorri á hliðarlínunni gegn Belgum
Icelandair
Arnar Þór Viðarsson stýrði U21 til sigurs í dag og mætir beint á Laugardalsvöll á morgun.
Arnar Þór Viðarsson stýrði U21 til sigurs í dag og mætir beint á Laugardalsvöll á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snorri Jónasson
Davíð Snorri Jónasson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson þjálfari U21 landsliðs karla og Davíð Snorri Jónasson þjálfari U17 landsliðs karla verða í þjálfarateymi íslenska landsliðsins gegn Belgum á morgun. Þórður Þórðarson þjálfari U19 landsliðs kvenna verður markmannsþjálfari Íslands í leiknum. Aðrir starfsmenn liðsins koma úr röðum A landsliðs kvenna og yngri landsliða karla og kvenna.

Erik Hamren, landsliðsþjálfari, Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari, og aðrir starfsmenn íslenska landsliðsins voru settir í sóttkví í dag eftir að Þorgrímur Þráinsson, starfsmaður landsliðsins, greindist með kórónuveiruna.

Erik og Freyr fylgjast með leiknum á morgun úr glerbúri efst á Laugardalsvelli.

Arnar Þór stýrði U21 landsliði Íslands til sigurs gegn Lúxemborg ytra í dag og hann mætir beint á hliðarlínuna á Laugardalsvelli á morgun.

Leikmenn íslenska liðsins fóru í skimun í kvöld og ef allt gengur að óskum þar fer leikurinn fram á morgun. Niðurstaða úr skimun ætti að liggja fyrir í fyrramálið.

Belgar eru á toppi heimslistans en þeir komu til Íslands í dag.

Af vef KSÍ
Eins og fram hefur komið er allt starfslið A landsliðs karla komið í sóttkví samkvæmt ákvörðun smitrakningateymisins, vegna Covid-smits starfsmanns. Enginn af leikmönnum íslenska liðsins er þó kominn í sóttkví og mun leikur Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA fara fram samkvæmt áætlun á miðvikudagskvöld.

Þessi staða þýðir þó að manna þarf starfsmannateymi íslenska liðsins upp á nýtt fyrir þennan eina leik þar sem hvorki þjálfarar né aðrir starfsmenn liðsins geta verið viðstaddir. Í þjálfarateyminu gegn Belgum verða Arnar Þór Viðarsson þjálfari U21 landsliðs karla og Davíð Snorri Jónasson þjálfari U17 landsliðs karla, sem og Þórður Þórðarson þjálfari U19 landsliðs kvenna, sem verður markmannsþjálfari. Aðrir starfsmenn liðsins koma úr röðum A landsliðs kvenna og yngri landsliða karla og kvenna.
Athugasemdir
banner
banner
banner