Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 13. október 2020 19:58
Elvar Geir Magnússon
Heimild: 433.is 
Hamren og Freysi verða í glerbúrinu á Laugardalsvelli
Icelandair
Hamren og Freyr verða í glerbúrinu.
Hamren og Freyr verða í glerbúrinu.
Mynd: Fótbolti.net - Samsett
„Ég og Erik höfum fengið leyfi fyrir því að horfa á leikinn úr glerbúrinu á Laugardalsvelli," sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, í samtali við 433.is.

Erik Hamren og allt þjálfarateymi íslenska landsliðsins er í sóttkví eftir að Þorgrímur Þráinsson, starfsmaður liðsins, greindist með Covid-19.

KSÍ hefur ekki gefið upp hverjir verða á hliðarlínunni í leiknum gegn Belgum á morgun en þær upplýsingar eru væntanlegar í kvöld. Hamren og Freyr fá að vera á leikvangnum og munu senda skilaboð á hliðarlínuna frá glerbúrinu.

Enginn úr leikmannahópnum þarf að fara í sóttkví en samkvæmt 433.is munaði litlu að smitrakningarteymið myndi senda Guðlaug Victor Pálsson og Birki Bjarnason í sóttkví.

Allur leikmannahópurinn fer í skimun í kvöld og ef allt gengur að óskum þar getur leikurinn á morgun farið fram.

Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is, skrifar að það séu þó uggur í landsliðsmönnum Íslands og menn hafi rætt um það sín á milli hvort rétt sé að spila leikinn við þessar aðstæður.
Athugasemdir
banner
banner