Emerson Palmieri, bakvörður Chelsea, viðurkennir að hann sé ekki of sáttur með stöðu sína hjá enska félaginu.
Emerson fær lítið að spila undir stjórn Frank Lampard en er þrátt fyrir það fastamaður í ítalska landsliðinu hjá Roberto Mancini.
Chelsea ákvað að kaupa Ben Chilwell frá Leicester í sumar og er Emerson því þriðji í goggunarröðinni á eftir honum og Marcos Alonso.
Ítalinn mun líklega skoða það að yfirgefa Chelsea í janúar en félög í heimalandinu hafa sýnt áhuga.
„Þegar ég mæti með ítalska landsliðinu þá þarf ég að breyta eigin hugsunarhætti. Mér líður eins og ég sé mikilvægur í hópnum," sagði Emerson.
„Hjá Chelsea þá eru hlutirnir ekki alveg að ganga upp. Ég þarf bara að leggja mig fram."
Athugasemdir