
„Ég er bara ótrúlega svekktur og eiginlega bara trúi þessu ekki. Við vorum svo góðir í fyrri hálfleik og vorum svo ánægðir með hann. Svo er eins og við hættum að spila okkar leik og hættum að þora.“
Sagði Kolbeinn Finnson leikmaður Íslands um tilfinninguna eftir 1-1 jafntefli Íslands og Lúxemborgar fyrr í kvöld.
Sagði Kolbeinn Finnson leikmaður Íslands um tilfinninguna eftir 1-1 jafntefli Íslands og Lúxemborgar fyrr í kvöld.
Lestu um leikinn: Ísland 1 - 1 Lúxemborg
Íslenska liðið réð lögum og lofum á vellinum í fyrri hálfleik og hefði að ósekju átt að vera búið að skora fleiri mörk en þetta eina sem liðið gerði í hálfleiknum. Gestirnir gerðu breytingu á liði sínu í hálfleik og settu Gerson Rodrigues inn á og hafði hann jafnað leikinn innan við mínútu eftir að síðari hálfleikur hófst.
„Þetta er bara eitt skot langt utan af velli og lítið hægt að gera í þvi. Auðvitað eigum að loka fyrir þetta fyrr og ekki leyfa þeim að komast í þetta skot. Við eigum eftir að skoða leikinn betur og sjá hvað fór úrskeiðis.“
Framundan er viðureign við Lichtenstein á Laugardalsvelli næstkomandi mánudagskvöld. Kjörið tækifæri til að sýna jákvæða frammistöðu í 90 mínútur?
„Já klárlega það er það eina í stöðunni að halda áfram og þróa okkar leik. Við sýndum hvað við getum í fyrri hálfleik og það býr mikið í þessu liði. Ég er alveg jávæður fyrir framtíðina eins og við sýndum í fyrri hálfleik hvernig leik við getum spilað. Við eigum eftir að læra aðeins betur hvernig við vinnum þessa leiki en það kemur.
Þetta er enn ungir strákar og við erum með hjálp frá þeim eldri.“
Sagði Kolbeinn en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir