Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   sun 13. október 2024 16:59
Sölvi Haraldsson
Hareide um kuldann á Íslandi: Aðeins heitara í Tyrklandi
Icelandair
Hareide landsliðsþjálfari Íslands.
Hareide landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Jóhann Berg.
Jóhann Berg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ísland mætir Tyrklandi á Laugardalsvelli annað kvöld klukkan 18:45 í Þjóðadeildinni. Eftir 2-2 jafntefli við Wales á föstudaginn situr Ísland í 3. sæti riðilsins.


Eitt helsta umræðuefnið fyrir, og eftir, leikinn á föstudaginn var ástandið á Laugardalsvellinum. Leikurinn á morgun verður seinasti leikur Laugardalsvallar á þessu undirlagi áður en það verður skipt yfir í hybrid gras.

Íslenska landsliðið spilaði í heitu loftslagi í Tyrklandi seinast þegar liðin mættust. Age Hareide, landsliðsþjálfari, var spurður hvort það gefi íslenska liðinu eitthvað forskot að spila í þessum kulda þar sem leikmenn íslenska liðsins eru vanir því.

Þetta verður erfitt fyrir bæði lið. Þessir strákar eru fæddir og uppaldir á þessari eyju. Það er aðeins heitara í Tyrklandi. Það er eðlilegt að hugsa svona. Við spilum í 30 gráðum í Tyrklandi og þeir koma hingað og spila í 0 gráðum á Íslandi. Það er munurinn fyrir bæði lið.“ sagði Hareide þegar hann var spurður út í kuldann á Íslandi.

Jóhann Berg, fyrirliði liðsins, var spurður út í Laugardalsvöllinn eftir leikinn á föstudaginn.

Þetta er auðvitað gífurlegur kuldi. Vallarstarfsmennirnir eru búnir að gera sitt allra besta. En það er gríðarlega svekkjandi að Ísland sé ekki með einn alvöru völl sem er með hita undir vellinum. Hann var orðinn ansi hættulegur í seinni hálfleik, margir staðir á vellinum sem voru eins og svell, það er ekki boðlegt. Þetta eru held ég síðustu tveir leikirnir og svo á að rífa þetta upp og gera eitthvað við þetta.“ sagði Jóhann.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner