Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   sun 13. október 2024 13:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Konan hans hlýtur að vera nálægt því að skilja við hann"
Mynd: EPA

Benni McCarthy var í þjálfarateymi Erik ten Hag hjá Man Utd í tvö ár en hætti fyrir þetta tímabil. Hann hefur verið duglegur að tjá sig um altt milli himins og jarðar tengt Man Utd að undanförnu.


Gengi Manchester United hefur alls ekki verið nógu gott en McCarthy segir að Ten Hag leggi mjög hart að sér til að ná árangri.

„Ég skal trúa því að þetta sé mjög pirrandi fyrir Ten Hag því hann leggur sennilega hvað mest á sig af þeim stjórum sem ég þekki. Hann hugsar mikið út í smáatriðin, hann feer að sofa milli klukkan 3 og 4 á nóttunni," sagði McCarthy.

„Greinandinn fær allt frá öllum sjónarhornum. Konan hans hlýtur að vera nálægt því að skilja við hann því þetta er lífið hans. Hann hættir ekki, hann vinnur endalaust og þegar þú gerir það ætlastu til að hlutirnir gangi upp og þess vegna segi ég að það er eitthvað að."


Athugasemdir
banner
banner
banner