Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 13. nóvember 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Asprilla talaði mann af því að myrða Chilavert
Faustino Asprilla.
Faustino Asprilla.
Mynd: Getty Images
Faustino Asprilla, fyrrum framherji Newcastle og kolumbíska landsliðsins, segist hafa talað mann af því að myrða paragvæska markvörðinn Jose Luis Chilavert eftir leik í undankeppni HM árið 1997.

Maður vopnaður byssu hringdi á hótelherbergi Asprilal eftir leikinn og sagðist ætla að myrða Chilavert. Paragvæ vann leikinn 2-1 en bæði Asprilla og Chilavert fengu rauða spjaldið í honum.

„Ertu ruglaður? Þú átt eftir að eyðileggja kolumbískan fótbolta. Það sem gerist inni á fótboltavellinum verður eftir þar," sagði Asprilla við manninn.

Asprilla greindi frá þessu í heimildarmynd sem er að koma út í tilefni af fimmtugs afmæli hans. Asprilla skoraði 20 mörk í 57 landsleikjum á sínum tíma.

Kolumbíski varnarmaðurinn Andreas Escobar var skotinn til bana árið 1994 en hann hafði nokkrum dögum áður skorað sjálfsmark í leik á HM í Bandarikjunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner