Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 13. nóvember 2019 15:54
Elvar Geir Magnússon
Istanbúl, Tyrklandi
Kári Árna: Erum ekki vanir því að beygja okkur og gefast upp
Icelandair
Kári Árnason á æfingu Íslands í dag.
Kári Árnason á æfingu Íslands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag fór fram fréttamannafundur íslenska landsliðsins fyrir leikinn gegn Tyrklandi en leikurinn verður á morgun, klukkan 20 að staðartíma en 17 að íslenskum tíma.

Kári Árnason, varnarmaðurinn þaulreyndi, sat fyrir svörum ásamt Erik Hamren landsliðsþjálfara.

Möguleikar Íslands á að komast áfram upp úr riðlinum eru litlir. Kári var spurður út í hugarfar leikmanna fyrir leikinn.

„Tyrkland hefur gert virkilega vel í þessari undankeppni. Þeir náðu í fjögur stig gegn Frakklandi sem hefur komið þeim í þessa stöðu og gert okkur erfitt fyrir," segir Kári.

„Þeir þurfa stig á morgun en hafa tvö tækifæri til að koma sér áfram, í þessum leik og svo gegn Andorra."

„Við erum ekki vanir því að beygja okkur og gefast upp. Andrúmsloftið og stuðningurinn verður með þeim, þetta verður erfitt verkefni en breytir því ekki að við erum mættir hingað til að vinna."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner