Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 13. nóvember 2020 18:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kwame Quee hóf ótrúlega endurkomu gegn Nígeríu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nígería 4 - 4 Síerra Leone
1-0 Alex Iwobi
2-0 Victor Osimhen
3-0 Alex Iwobi
4-0 Samuel Chukwueze
4-1 Kwame Quee
4-2 Alhaji Kamara
4-3 Mustapha Bundu
4-4 Alhaji Kamara

Nígería og Síerra Leone mættust í dag í undankeppni fyrir lokamót Afríkukeppninnar. Liðin leika saman í undanriðli L.

Leikurinn endaði með jafntefli en leikurinn bauð upp á átta mörk og heimamenn í Nígeríu glutruðu niður fjögurra marka forskoti.

Alex Iwobi, leikmaður Everton, skoraði tvennu fyrir Nígeríu og Victor Osimhen, leikmaður Napoli, skoraði eitt. Samuel Chukwueze, leikmaður Villarreal, kom heimamönnum í 4-0 á 29. mínutu.

Endurkoma gestanna hófst á 41. mínútu með marki Kwame Quee. Quee lék með Breiðabliki og Víkingi í sumar en samningur hans við Breiðablik rann út eftir þessa leiktíð. Möguleiki er á því að Víkingur reyni að semja við hann.

Endurkoman hélt áfram á 72. mínútu þegar Alhaji Kamara skoraði sitt fyrra mark og á 80. mínútu bætti Mustapha Bundu við þriðja marki gestanna. Jöfnunarmarkið kom svo á 86. mínútu leiksins þegar Kamara jafnaði.

Nígería er áfram í efsta sæti riðilsins, með sjö stig eftir þrjá leiki. Benin er með þrjú stig eftir tvo leiki, Sierra Leone er með tvö stig eftir þrjá leiki og Lesotho er með eitt stig eftir tvo leiki.

Nígería og Sierra Leone mætast aftur í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner