Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 13. nóvember 2020 15:18
Magnús Már Einarsson
Salah með kórónuveiruna
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, hefur greinst með kórónuveiruna.

Egypska knattspyrnusambandið staðfesti þetta í dag en Salah er í verkefni með egypska landsliðinu. Hann er einkennalaus.

Þetta er áfall fyrir ensku meistarana en Salah mun væntanlega missa af næstu leikjum meðan hann er í einangrun. Næsti leikur Liverpool er gegn Leicester eftir átta daga.

Joe Gomez meiddist illa í verkefni með enska landsliðinu í vikunni og fyrir eru varnarmennirnir Virgil van Dijk og Trent Alexander-Arnold á meiðslalistanum.

Salah er ekki fyrsti leikmaðurinn hjá Liverpool sem fær kórónuveiruna því Sadio Mane og Thiago Alcantara gerðu það einnig í síðasta mánuði.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner