Stuðningsmenn Everton voru óhressir með liðið eftir 3-0 tapið gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í gær en Frank Lampard, stjóri liðsins, segir þá eiga fullan rétt á því.
Everton er í 17. sæti deildarinnar eftir úrslit gærdagsins en þetta er annar leikurinn í röð sem liðið tapar fyrir Bournemouth og það stórt.
Í vikunni tapaði Everton 4-1 fyrir liðinu í enska deildabikarnum og svo fékk liðið aftur skell í gær en eftir leikinn kastaði Alex Iwobi treyju sinni til stuðningsmanna en fékk hana til baka eftir nokkrar sekúndur.
Stuðningsmennirnir rifust við leikmenn og þjálfaralið Everton og þurftu lögreglumenn að standa á milli svo það kæmi ekki til handalögmála.
„Stuðningsmennirnir eiga allan rétt á því að óánægðir því þeir komið tvisvar í þessari viku til Lundúna og séð slaka spilamennsku en fyrir það hafði allt gengið ágætlega. Svo koma þeir og sjá þeir frammistöðu sem þeim líkar ekki vel við eins og þessa.“
„Þeir verða auðvitað að segja sínar skoðanir og sú skoðun var rétt í þessum leik. Leikmennirnir verða að virða rétt stuðningsmanna á viðra skoðanir sínar,“ sagði Lampard við Sky.
Athugasemdir