Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   mið 13. nóvember 2024 16:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar um Eið Smára: Ein erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu
Icelandair
Eiður Smári og Arnar Þór Viðarsson.
Eiður Smári og Arnar Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, segir að það hafi verið eitt það erfiðasta sem hann hefur tekist á í lífinu þegar samstarfi hans og Eiðs Smára Guðjohnsen með A-landslið karla lauk.

Arnar og Eiður höfðu þjálfað U21 landsliðið saman og færðu sig svo saman upp í A-landsliðið; Arnar var aðalþjálfari og Eiður, sem er einn besti fótboltamaður í sögu Íslands, var aðstoðarþjálfari.

Eiður hætti sem aðstoðarþjálfari landsliðsins undir lok árs 2021 í kjölfar áfengisneyslu hans í landsliðsverkefni. Fram kom í yfirlýsingum KSÍ í kjölfarið að það hefði verið sameiginleg ákvörðun.

Arnar ræddi aðeins um þetta í viðtali í hlaðvarpsþættinum Chess After Dark.

„Ég og Eiður erum góðir vinir og áttum mjög gott samstarf. Eiður er stærsti fótboltaheili sem ég hef nokkurn tímann kynnst og besti leikmaður sem ég spilaði með. Sem þjálfarateymi tengdum við mjög vel saman," sagði Arnar sem starfar í dag sem yfirmaður fótboltamála hjá Gent í Belgíu.

„Án þess að fara neitt mjög djúpt í það, þá er það ein erfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka í mínu lífi."


Athugasemdir
banner
banner
banner