Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fös 13. desember 2024 19:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Kraftaverk" að ekki fór verr fyrir Antonio
Mynd: EPA
Michail Antonio er að jafna sig eftir aðgerð sem hann fór í eftir að hafa lent í hræðilegu bílslysi á dögunum.

Slysið átti sér stað skammt frá Lundúnum og er bíllinn gjörónýtur. Antonio, framherji West Ham, fór í aðgerð á fótum í kjölfarið.Hann verður frá fótboltanum í að minnsta kosti ár.

Lopetegui, stjóri West Ham, var spurður út í Antonio á fréttamannafundi í dag fyrir leik liðsins gegn Bournemouth um helgina.

„Við heimsækjum hann í dag eða á morgun. Aðalmálið er að við erum mjög ánægðir því hann er að batna. Við erum mjög nánir honum og fjölskyldu hans og óskum honum alls hins besta næstu daga," sagði Lopetegui.

„Bestu fréttirnar eru þær að hann gat spjallað við okkur fyrir Wolves leeikinn. Það var kraftaverk að þetta fór ekki verr svo við erum ánægðir fyrir hans hönd. Hann er sterkur og hann mun jafna sig næstu mánuði fyrst og fremst sem manneskja og síðar sem fótboltamaður."
Athugasemdir
banner
banner