Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fös 13. desember 2024 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Slot: Dæmi ekki Nunez út frá mörkum
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Liverpool eru margir hverjir ekkert alltof kátir með Darwin Nunez sem hefur einungis skorað þrjú mörk á tímabilinu.

Á fréttamannafundi fyrir leikinn gegn Fulham sagði Arne Slot, stjóri Liverpool, frá því að hann dæmi ekki framherjann sinn út frá mörkum.

„Darwin hefur áhrif. Hann hefur ekki skorað þann fjölda af mörkum sem hann eða við hefðum viljað en hann hefur áhrif með sínu vinnuframlagi," sagði Slot.

„Hann er hluti af liði sem skorar mörg mörk - Ég dæmi ekki Nunez bara út frá mörkunum hans," bætti sá hollenski við.

Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og tekur á móti Fulham klukkan 15:00 á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner