Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   fös 13. desember 2024 14:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingur svarar The Sun - Ætla að nýta norðurljósin sem flóðljós
Fyrir leikinn gegn Djurgården í gær.
Fyrir leikinn gegn Djurgården í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breska götublaðið The Sun ákvað að gera grín að því á samfélagsmiðlum sínum að Víkingar þurfi að spila alla heimaleiki sína í Evrópu að degi til.

The Sun deilir því til tæplega 4 milljón fylgjenda sinna á Facebook að Víkingar séu að spila að degi til því fljóðljósin á Kópavogsvelli eru ekki nægilega sterk. Víkingar fengu ekki leyfi til að spila í Víkinni en fá að spila á Kópavogsvelli með undanþágu.

The Sun segir reyndar að það séu engin fljóðljós á Kópavogsvelli en það er ekki rétt. Þau eru bara ekki nægilega sterk til að standast kröfur UEFA svo hægt sé að spila að kvöldi til.

Leikur Víkinga gegn Djurgården í gær hófst klukkan 13:00 en hann endaði með 1-2 sigri sænska liðsins.

Víkingar ákváðu að svara The Sun á samfélagsmiðlum sínum og slógu þar á létta strengi.

„Í ljósi nýjustu frétta frá The Sun þá teljum við óumflýjanlegt að tilkynna um áætlanir félagsins varðandi flóðljós á heimavelli okkar," segja Víkingar.

„Síðustu mánuði hefur þrotlaus vinna verið í gangi til að nýta orkuna úr Norðurljósunum sem orkugjafa fyrir flóðljós vallarins. Vísindasamfélagið telur lausnina vera í sjónmáli og því gleður það okkur að tilkynna að hér er samþykkt teikning af væntri framtíðarlausn á þessu leiðinda vandamáli."

„Enn er unnið að lausn á því að færa markið til vinstri á myndinni til móts við markið hægra megin á myndinni. Við erum vongóð að sú lausn finnist fljótlega."

Færslu Víkinga má sjá hér fyrir neðan.



Athugasemdir
banner
banner