fim 14. janúar 2021 13:00
Magnús Már Einarsson
Svara gagnrýni frá hárgreiðslufólki í Þýskalandi
Úr leik í þýsku Bundesligunni.
Úr leik í þýsku Bundesligunni.
Mynd: Getty Images
Eins og við greindum frá í gær sendu samtök hárgreiðslufólks í Þýskalandi frá sér kvörtun til þýska knattspyrnusambandsins þar sem leikmenn í þýsku Bundesligunni mæta margir með nýjar hárgreiðslur í leiki þessa dagana á sama tíma og hárgreiðslustofum er skipað að hafa lokað.

Vegna kórónuveirunnar hafa hárgreiðslustofur í Þýskalandi ekki mátt vera opnar síðan 16. desember. Félög í þýsku Bundesligunni og leikmannasamtökin hafa nú svarað þessum kvörtunum.

„Við ætlum ekki að eltast við leikmenn okkar og spyrja þá hvort eiginkonur þeirra séu hárgreiðslukonur," sagði Christian Arbeit talsmaður Union Berlin.

Ulf Baranowsky framkvæmdastjóri leikmannasamtakanna sagði: „Ef einhver mætir með nýja hárgreiðslu þá þýðir það ekki að þetta sé brot á reglum. Það er fólk í fjölskyldum leikmanna, sem og leikmenn og starfsfólk félaga sem hafa hæfileika þegar kemur að hárgreiðslum."
Athugasemdir
banner