Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 14. janúar 2022 20:51
Victor Pálsson
Afríkukeppnin: Gabon jafnaði í blálokin gegn Gana
Mynd: Getty Images
Gabon 1 - 1 Gana
0-1 Andre Ayew ('18 )
1-1 Jim Allevinah ('89)

Gana var hársbreidd frá því að landa sínum fyrsta sigri í Afríkukeppninni í kvöld er liðið spilaði við Gabon í öðrum leik sínum í riðli C.

Marokkó vann Gana í fyrstu umferð riðilsins og fylgdi því á eftir með sigri á Kómoroeyjum fyrr í kvöld.

Andre Ayew, fyrrum leikmaður Swansea, sá um að koma Ganverjum yfir í kvöld en hann kom boltanum í netið á 18. mínútu.

Thomas Partey, leikmaður Arsenal, lagði upp markið í leik þar sem Gabon var þó töluvert sterkari aðilinn.

Gabon tókst að jafna metin undir lok leiks og var það Jim Allevinah sem sá um að gera það og tryggði liðinu sitt fjórða stig í riðlinum. Gabon vann Kómoroeyjar 1-0 í fyrstu umferð og er í öðru sæti með fjögur stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner