Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 14. janúar 2022 16:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Bjarki í ÍA (Staðfest)
Mynd: ÍA
Aron Bjarki Jósepsson er genginn í raðir ÍA eftir um áratug í Vesturbænum hjá KR.

Aron er 32 ára varnarmaður sem uppalinn er á Húsavík en kom til KR fyrir tímabilið 2011.

Alls lék hann 128 leiki í efstu deild fyrir KR og skoraði í þeim átta mörk. Hann var í miklu aukahlutverki síðustu tímabil og spilaði einungis samtals nítján deildarleiki síðustu tímabil.

Aron var orðaður við Keflavík fyrr í vetur en ekkert varð úr því að hann færi þangað.

Viðtal við Aron í desember

„Fyrstu tvö árin var hann á láni hjá Völsungum en kom sterkur inn árið 2011. Eftirminnilegt er markið sem hann skoraði á móti Keflavík 2011 en það lagði grunninn að titlinum það árið. Aron Bjarki spilaði 262 leiki með KR, varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari, bikarmeistari og Reykjavíkurmeistari, vann Lengjubikarinn fjórum sinnum og varð meistari meistaranna þrisvar sinnum með liðinu. Við þökkum Aroni Bjarka kærlega fyrir framlag sitt til liðsins og vonumst til að sjá hann aftur í KR -treyjunni í framtíðinni," segir í færslu KR.

Komnir
Aron Bjarki Jósepsson frá KR
Wout Droste frá Hollandi (kom um mitt sumar)
Marteinn Theódórsson frá Víkingi Ó. (var á láni)
Mikael Hrafn Helgason frá Víkingi Ó. (var á láni)

Farnir
Aron Kristófer Lárusson til KR
Ísak Snær Þorvaldsson til Norwich (var á láni)
Óttar Bjarni Guðmundsson í Leikni
Sindri Snær Magnússon til Keflavíkur
Arnar Már Guðjónsson
Dino Hodzic í Kára


Athugasemdir
banner
banner
banner