fös 14. janúar 2022 10:23
Elvar Geir Magnússon
Sænskur kantmaður í Vestra (Staðfest)
Deniz Yaldir er kominn til Vestra.
Deniz Yaldir er kominn til Vestra.
Mynd: Vestri
Lengjudeildarlið Vestra tilkynnti í morgun að blekið væri ekki alveg þornað í pennanum og að félagið hefði samið við sænskan kantmann, Deniz Yaldir.

Yaldir er 27 ára gamall og getur spilað á báðum köntunum. Hann kemur til Vestra frá Sandvikens í Svíþjóð sem spilar í þriðju efstu deild þar í landi.

Á hann einnig 35 leiki í Superrettunni, sem er næstefsta deild í Svíðþjóð.

„Við bjóðum Yaldir velkominn til Vestra og hlökkum til að sjá hann í treyjunni góðu!" sagði í tilkynningu Vestra.

Vestri hafnaði í fimmta sæti Lengjudeildarinnar í fyrra en liðið setur stefnuna á að gera enn betur á komandi tíambili og ætlar sér að komast upp í efstu deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner