Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 14. janúar 2025 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir kvöldsins: Murillo bestur gegn Liverpool
Iwobi maður leiksins í tapliði
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Sky Sports hefur gefið leikmönnum einkunnir eftir leiki kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni og kemur einkunnagjöfin fyrir toppslaginn á óvart.

Nottingham Forest tók þar á móti Liverpool og var miðvörðurinn Murillo valinn sem maður leiksins. Murillo átti frábæran leik í hjarta varnarinnar hjá Forest en flestir bjuggust við því að Matz Sels markvörður yrði valinn sem maður leiksins.

Sels varði oft ótrúlega vel í þessum toppslag og var búist við að hann yrði valinn bestur í einkunnagjöf Sky, en svo er ekki. Sels og Murillo fá báðir 8 í einkunn fyrir sinn þátt í jafnteflinu.

Í liði Liverpool voru nokkrir leikmenn sem fengu sjöur fyrir sína frammistöðu og má þar helst nefna Diogo Jota sem kom inn af bekknum til að jafna metin með skalla eftir hornspyrnu.

Chelsea og Bournemouth skildu þá jöfn 2-2 á Stamford Bridge og var Antoine Semenyo valinn maður leiksins, með 8 í einkunn. Cole Palmer var besti leikmaður Chelsea á vellinum þar sem hann fékk einnig 8 fyrir sinn þátt.

Mark Travers og Milos Kerkez fengu áttur í liði Bournemouth ásamt Lewis Cook og Justin Kluivert. Robert Sánchez markvörður Chelsea var verstur á vellinum.

Alex Iwobi var að lokum besti maður vallarins þrátt fyrir að vera í tapliði Fulham gegn West Ham. Það var furðulegur leikur sem fór fram á London Stadium þar sem Hamrarnir nýttu færin sín ótrúlega vel og unnu að lokum 3-2, þrátt fyrir tvennu frá Iwobi.

Iwobi fær 8 í einkunn alveg eins og Lucas Paquetá og Edson Álvarez leikmenn West Ham.

Brentford og Manchester City skildu jöfn 2-2 og var Kevin De Bruyne bestur í þeim slag.

Nott. Forest: Sels (8), Aina (7), Milenkovic (7), Murillo (8), Williams (7), Yates (6), Anderson (7), Hudson-Odoi (6), Gibbs-White (7), Elanga (6), Wood (7).
Varamenn: Dominguez (6), Jota (6),

Liverpool: Alisson (6), Alexander-Arnold (6), Konate (6), Van Dijk (7), Robertson (5), Gravenberch (7), Mac Allister (6), Szoboszlai (7), Salah (6), Diaz (6), Gakpo (6).
Varamenn: Tsimikas (7), Jota (7), Jones (6).



Chelsea: Sanchez (5), Caicedo (6), Acheampong (6), Colwill (7), Cucurella (7), Lavia (7), Enzo (7), Madueke (6), Palmer (8), Sancho (7), Jackson (6).
Varamenn: James, (7), Tosin (6)

Bournemouth: Travers (8), Huijsen (7), Kerkez (8), Cook (8), Brooks (6), Christie (7), O.Dango (7), Adams (7), Hill (6), Semenyo (8), Zabarnyi (7).
Varamaður: Kluivert (8),



West Ham: Fabianski (7), Wan-Bissaka (6), Mavropanos (6), Kilman (6), Emerson (6), Rodriquez (6), Alvarez (8), Soucek (7), Soler (7), Paqueta (8), Kudus (7).
Varamenn: Cresswell (6), Ings (7) Irving (6), Scarles (6).

Fulham: Leno (5), Castagne (5), Andersen (6), Bassey (6), Robinson (7), Lukic (6), Pereira (5), Wilson (7), Iwobi (8), Smith Rowe (6), Jimenez (7).
Varamenn: Traore (5), King (6).



Brentford: Flekken (7), Roerslev (7), Collins (7), Van den Berg (6), Lewis-Potter (7), Norgaard (8), Janelt (7), Jensen (7), Mbeumo (7), Wissa (7), Damsgaard (7).
Varamenn: Schade (6), Yarmoliuk (6)

Man City: Ortega (7), Nunes (6), Akanji (4), Ake (5), Gvardiol (6), Kovacic (5), Silva (6), Foden (7), De Bruyne (8), Savio (7), Haaland (5).
Varamaður: Gundogan (5)
Athugasemdir
banner
banner