Brasilíski framherjinn Gabriel Jesus meiddist í tapi Arsenal gegn Manchester United í FA bikarnum á dögunum og verður hann frá út tímabilið hið minnsta.
Jesus sleit krossband og mun gangast undir aðgerð á næstu dögum áður en hann hefur langt endurhæfingarferli. Talið er að hann geti mætt aftur á völlinn í september eða október.
Kai Havertz er þá eini framherji Arsenal við fulla heilsu og þykir ljóst að félagið þarf að versla inn nýjan leikmann í janúarglugganum.
Arsenal hefur verið að skoða framherja undanfarna mánuði en ekki er ljóst hvaða skotmörk eru efst á lista hjá félaginu.
Jesus bætist því við meiðslalista Arsenal sem inniheldur nú þegar Bukayo Saka, Ethan Nwaneri, Ben White og Takehiro Tomiyasu. Þá eru Jurriën Timber og Riccardo Calafiori búnir að ná sér af minniháttar meiðslum.
Athugasemdir