Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 14. janúar 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gera allt í sínu valdi til að halda Walker-Peters
Southampton keypti Walker-Peters úr röðum Tottenham fyrir rúmlega 12 milljónir punda sumarið 2020.
Southampton keypti Walker-Peters úr röðum Tottenham fyrir rúmlega 12 milljónir punda sumarið 2020.
Mynd: EPA
Southampton, botnlið ensku úrvalsdeildarinnar, ætlar að gera allt í sínu valdi til að halda bakverðinum Kyle Walker-Peters innan sinna raða eftir tímabilið.

Walker-Peters rennur út á samningi næsta sumar og eru ýmis úrvalsdeildarfélög áhugasöm um að nýta sér þjónustu hans ef Southampton tekst ekki að sannfæra hann um að skrifa undir.

Mögulegt er að Southampton setji riftunarákvæði í nýjan samning Walker-Peters svo leikmaðurinn geti farið ef nægilega hátt tilboð berst í hann.

Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá þessu en Southampton má búast við að missa nokkur af sín þekktustu nöfnum í janúarglugganum eða næsta sumar.

Leikmenn á borð við Ben Brereton Díaz og Maxwel Cornet hafa ekki staðist væntingar í úrvalsdeildinni og gætu yfirgefið félagið strax í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner