Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 14. febrúar 2020 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Búið að bæta 'top bin' við orðabók Oxford
Mynd: Oxford
Búið er að bæta 'top bin' við hina mikilsvirtu orðabók Oxford yfir enskt tungumál.

Top bin er notað í fótboltaheiminum til að lýsa því þegar skorað er með skoti sem fer í annað efri horna marksins, sem eru gjarnan kölluð samskeytin.

„top bin, n. og ao.: 'Annað efri horna fótboltamarks; mark skorað með því að spyrna knettinum í samskeytin.'," segir útskýringin í orðabók Oxford.

Þetta er skemmtilegt dæmi um áhrifin sem knattspyrna og aðrar íþróttir geta haft á tungumál og menningu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner