Það er ekkert sérstaklega mikil gleði með það í grískum fjölmiðlum í dag að eitt stærsta félagið þar í landi, Panathinaikos, hafi tapaði gegn Víkingi frá Reykjavík í Sambandsdeildinni í gær.
Leikurinn endaði með óvæntum 2-1 sigri Víkinga en seinni leikurinn fer fram í næstu viku.
Leikurinn endaði með óvæntum 2-1 sigri Víkinga en seinni leikurinn fer fram í næstu viku.
Nikos Athanasiou, pistlahöfundur Gazzetta í Grikklandi, er ekkert að skafa af hlutunum í pistli sem hann skrifaði í dag.
„Það er engin afsökun fyrir frammistöðunni og úrslitunum," skrifar Athanasiou í pistli sínum og bendir á það að Panathinaikos sé með talsvert hærri launareikning. Talsvert hærri og í raun ekki hægt að bera það saman.
„Úrslitin í gær voru til skammar en það verður söguleg skömm af því ef Panathinaikos fellur úr leik gegn Víkingi. Fótboltakatastrófa sem ekki er hægt að bera saman við neitt í nýlegri fortíð."
Panathinaikos er að ganga í gegnum meiðslafaraldur og má lesa um það í grískum fjölmiðlum að það eru áhyggjuraddir vegna þess.
Athugasemdir