Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
   fös 14. febrúar 2025 22:26
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Herrera skoraði og fékk rautt er Girona tapaði á heimavelli
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Girona 1 - 2 Getafe
0-1 Christantus Uche ('3)
1-1 Yangel Herrera ('54)
1-2 Borja Mayoral ('62)
Rautt spjald: Yangel Herrera, Girona ('73)

Girona tók á móti Getafe í efstu deild spænska boltans í kvöld og náðu gestirnir forystunni snemma leiks þegar Christantus Uche skoraði eftir mikinn vandræðgang í uppspili Girona úr vörninni. Getafe vann boltann hátt uppi á vellinum og skoraði Uche auðvelt mark.

Girona var sterkari aðilinn en tókst ekki að skapa sér góð færi í tíðindalitlum fyrri hálfleik svo staðan var 0-1 þegar liðin gengu til búningsklefa.

Í síðari hálfleik jafnaði Yangel Herrera, fyrrum leikmaður Manchester City, muninn með góðum skalla eftir hornspyrnu. Það liðu þó aðeins átta mínútur þar til Getafe tók forystuna á ný.

Borja Mayoral var þá fyrstur að átta sig til að fylgja skoti sem markvörður Girona varði út í teiginn eftir með marki.

Girona hóf leitina að jöfnunarmarki í kjölfarið en brettan varð ansi brött eftir að Herrera lét reka sig af velli með beint rautt spjald fyrir glæfralega tæklingu. Herrera rann til og endaði á því að fara með takkana harkalega í hásin andstæðingsins.

Tíu leikmönnum Girona tókst ekki að jafna í jöfnum síðari hálfleik og urðu lokatölur 1-2 fyrir Getafe.

Girona er í áttunda sæti deildarinnar, fjórum stigum efrá Evrópusæti. Getafe er einu stigi á eftir Girona.
Athugasemdir
banner