þri 14. mars 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Breiðablik og ÍBV mætast tvöfalt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er skemmtilegt kvöld framundan á íslenska undirbúningstímabilinu þar sem Breiðablik og ÍBV mætast í tveimur leikjum í röð á Kópavogsvelli.


Kvennalið Breiðabliks tekur fyrst á móti ÍBV áður en karlaliðin mæta til leiks. Um tvo spennandi stórleiki er að ræða sem verða báðir sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Breiðablik og ÍBV eru í toppbaráttu bæði karla- og kvennamegin í riðlakeppni Lengjubikarsins.

HK og Augnablik mætast svo í nágrannaslag í kvennaflokki áður en Afturelding spilar við Víking R. í lokaleik kvöldsins í karlaflokki.

HK og Augnablik eru að berjast um 2. sæti í sínum riðli á meðan Víkingur er búinn að vinna sinn riðil. Víkingar geta lokið riðlakeppninni með fullt hús stiga með sigri í kvöld.

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 2
18:30 Breiðablik-ÍBV (Kópavogsvöllur)

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 3
20:00 Afturelding-Víkingur R. (Malbikstöðin að Varmá)

Lengjubikar kvenna - A-deild, riðill 2
16:00 Breiðablik-ÍBV (Kópavogsvöllur)

Lengjubikar kvenna - B-deild
18:30 HK-Augnablik (Kórinn)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner